Rekstur sjóðsins

Heildar skrifstofu- og stjórnunarkostnaður Birtu lífeyrissjóðs nam 772 milljónum króna á árinu 2020 en árið 2019 nam hann 717 milljónum króna. Rekstrarkostnaður sjóðsins hækkaði um 4% á milli ára á föstu verðlagi.

Sjóðurinn dregur úr kostnaði

Markvisst er dregið úr kostnaði þar sem hægt er til að hagræða rekstri

Rekstrarkostnaður sem hlutfall af meðalstöðu hreinnar eignar til greiðslu lífeyris lækkaði milli ára og var 0,16% á árinu 2020 en 0,17% á árinu 2019. Rekstrarkostnaður sem hlutfall af iðgjöldum var 4,12% á árinu 2020 en 3,71% árið áður sem rekja má til lækkunar iðgjalda á milli ára. Frá stofnun Birtu lífeyrissjóðs í lok árs 2016 hefur hlutfall rekstrarkostnaðar af meðalstöðu hreinnar eignar til greiðslu lífeyris lækkað úr 0,22% í 0,16%. Sjóðurinn hefur markvisst dregið úr kostnaði þar sem hægt er og eru samlegðaráhrif þess að sameina forvera Birtu lífeyrissjóðs komin fram.

Veirufaraldur Covid-19 hafði sín áhrif á kostnað á árinu 2020 vegna aðlögunar á rekstrarþáttum innan sjóðsins og voru áhrifin til lækkunar ákveðinna kostnaðarliða og til hækkunar annarra.

Í skýringu 8 í ársreikningi má sjá sundurliðun á skrifstofu- og stjórnunarkostnaði sjóðsins.

Rekstrarkostnaður

meðalstaða eigna

Árið 2020
0,16%
Árið 2019
0,17%
Rekstrarkostnaður 2020
772
Milljónir

Laun, launatengd gjöld og annar kostnaður

Laun og launatengd gjöld voru alls 464 milljónir króna árið 2020 en 435 milljónir króna árið 2019. Stöðugildi voru að meðaltali 27,8 á árinu 2020 en 27,0 á árinu 2019.

Lögfræðikostnaður á árinu 2020 nam 8,6 milljónum króna samanborið við 5,4 milljónir króna árið 2019.

Aðkeypt tölvuþjónusta árið 2020 nam 8,2 milljón króna en var 5,6 milljónir króna árið á undan. Kostnaður við rekstur upplýsingakerfa dróst saman um 3,9% á milli ára.

Gjöld til umboðsmanns skuldara jukust um 10,8% og eftirlitsgjöld til Fjármálaeftirlitsins drógust saman um 1% á milli ára en greiðslur til Landssamtaka lífeyrissjóða jukust um 7%.

Annar rekstrarkostnaður nam 113,7 milljónum króna á árinu 2020 samanborið við 93,3 milljónir króna árið 2019 og jókst því um 17,9%.