Fjárfestingarstefna

Fjárfestingarstefna Birtu lífeyrissjóðs er mótuð og ákvörðuð af stjórn sjóðsins. Stefnan á við um samtryggingardeild, séreignardeild og deild tilgreindrar séreignar. Við mótun stefnunnar eru hagsmunir sjóðfélaga og ávöxtun á eignum sjóðsins, að teknu tilliti til áhættu, ávallt haft að leiðarljósi.

Fjárfestingarstefna Birtu lífeyrissjóðs

Samtryggingardeild, séreignardeild og deild tilgreindrar séreignar

Fjárfestingarstefna Birtu lífeyrissjóðs er mótuð og ákvörðuð af stjórn sjóðsins. Stefnan á við um aðaldeildirnar þrjár, samtryggingu, séreign og deild tilgreindrar séreignar. Fjárfestingarstefnunni er ætlað að vera vegvísir fyrir stjórn, fjárfestingaráð, þá þjónustuaðila sem stýra eignum fyrir sjóðinn og aðra hagaðila. Hún er formleg skjal sem lýsir stefnu sjóðsins við fjárfestingar og ávöxtun fjármuna sjóðfélaga. Í grunninn er fjárfestingarstefnan hugsuð til langs tíma. Engu að síður er hún endurskoðuð árlega af stjórn Birtu með tilliti til efnahagsaðstæðna hverju sinni og breytinga í umhverfi sjóðsins.

Fjárfestingarstefna Birtu lífeyrissjóðs er grundvölluð á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfssemi lífeyrissjóða nr. 129/1997 með síðari breytingum. Stefnan er mótuð í samræmi við reglugerð nr. 916/2009 um form og efni fjárfestingarstefnu lífeyrissjóða og úttekt á ávöxtun lífeyrissjóða og vörsluaðila séreignasparnaðar með síðari breytingum. Stefnan byggir í grunninn á 36. gr. laga um lífeyrissjóði með síðari breytingum í samræmi við góða viðskiptahætti og með hliðsjón af innri reglum sjóðsins um fjárfestingar. Við mótun fjárfestingarstefnunnar eru hagsmunir sjóðfélaga og ávöxtun á eignum sjóðsins, að teknu tilliti til áhættu, ávallt haft að leiðarljósi.

Langtímamarkmið og hugmyndafræði fjárfestinga

Fjárfestingarstefna Birtu og hugmyndafræði fjárfestinga sjóðsins grundvallast á eftirfarandi langtíma markmiðum sem hafa verið skilgreind að séu best til þess fallin að gæta hagsmuna sjóðfélaga í hvítvetna.

  • Að tryggja að jafnvægi ríki á milli eigna og skuldbindinga sjóðsins, þ.e. að eignir séu ávaxtaðar með því grunnmarkmiði að þær standi undir framtíðarskuldbindingum sjóðsins.
  • Ná hæstu mögulegri ávöxtun til lengri tíma litið að teknu tilliti til áhættu og seljanleika eigna út frá gildandi fjárfestingarstefnu hverju sinni og þeim viðmiðum sem þar eru skilgreind.
  • Viðhalda nægilegri áhættudreifingu eigna með vali á mismunandi eignaflokkum og að teknu tilliti til samfylgni ávöxtunar þeirra á milli.
  • Leggja áherslu á innra virði og langtíma raunvirðisaukningu í því skyni að tryggja öryggi og gæði eigna og varðveita verðgildi þeirra til langs tíma.
  • Hafa það að leiðarljósi við fjárfestingarákvarðanir að mótaðilar sjóðsins fylgi viðurkenndum viðmiðum um samfélagslega ábyrgð, beri virðingu fyrir umhverfinu og tileinki sér stjórnarhætti sem eru til þess fallnir að hafa virðisaukandi áhrif til lengri tíma litið.

Fjárfestingarstefna samtryggingardeildar

Taflan hér á eftir sýnir fjárfestingarstefnu fyrir árið 2021 samkvæmt eignaflokkun Birtu. Um er að ræða markmiðssetningu einstakra eignaflokka og vikmörk þeirra.

Samtryggingardeild
Markmið um eignasamsetningu Efri vikmök Neðri vikmörk
Innlán 1,0% 3,0% 0,0%
Ríkisskuldabréf 17,0% 19,0% 15,0%
Skuldabréf sveitafélaga 3,5% 5,5% 1,5%
Skuldabréf lánastofnana 2,0% 3,5% 0,5%
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 20,0% 25,0% 15,0%
Skuldabréf fyrirtækja 7,0% 10,0% 4,0%
Innlend hlutabréf 13,5% 15,0% 10,0%
Erlend hlutabréf 28,5% 31,0% 26,0%
Sérhæfðar fjárfestingar 7,5% 9,0% 6,0%
Samtals 100,0%
Þar af eignir í erlendum gjaldmiðli 36,0% 46,0% 26,0%

Fjárfestingarstefnur séreignadeildar og tilgreindrar séreignardeildar

Hin hefðbundna séreignadeild Birtu býður upp á þrjár mismunandi sparnaðarleiðir fyrir sjóðfélaga. Þær eru innlánsleið, skuldabréfaleið og blönduð leið. Eins og nöfn þeirra gefa til kynna eru leiðirnar mismunandi með tilliti til einstakra eignaflokka og áhættustigs. Þá eru þær hugsaðar fyrir mismunandi æviskeið og geta sjóðfélagar nýtt sér eina þeirra eða fleiri samtímis.

Tilgreind séreign býðst þeim sjóðfélögum sem eru aðilar að kjarasamningi ASÍ og SA frá 1. júlí 2017 þar sem viðkomandi gefst kostur á að ráðstafa að hluta eða öllu leyti iðgjaldi umfram 12% skylduframlag í tilgreinda séreignardeild. Að svo stöddu er einungis ein sparnaðarleið í boði fyrir tilgreinda séreignardeild en um er að ræða blandaða leið hlutabréfa og skuldabréfa sem hefur sambærilega fjárfestingarstefnu og blandaða leiðin. Þá er gert ráð fyrir því að sjóðfélagar tilgreindu séreignarinnar eigi kost á því um mitt þetta ár að velja sömu sparnaðarleiðir og eru í boði fyrir sjóðfélaga hinnar hefðbundnu séreignadeildar Birtu.

Grundvöllur séreignasparnaðar er annars eðlis en í samtryggingardeild þar sem inneign sjóðfélaga í séreignadeild, hvort heldur hefðbundinni eða tilgreindri, byggist á krónuframlagi sjóðfélagans að viðbættri áunninni ávöxtun á það framlag.

Innlánsleið
Markmið um eignasamsetningu Efri vikmök Neðri vikmörk
Innlán 100,0% 100,0% 100,0%
Samtals 100,0%
Þar af eignir í erlendum gjaldmiðli 0,0% 0,0% 0,0%
Skuldabréfaleið
Markmið um eignasamsetningu Efri vikmök Neðri vikmörk
Innlán 2,0% 7,0% 0,0%
Ríkisskuldabréf 47,0% 50,0% 44,0%
Skuldabréf sveitarfélaga 11,0% 13,0% 9,0%
Skuldabréf lánastofnana 13,0% 15,0% 11,0%
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 13,0% 16,0% 10,0%
Skuldabréf fyrirtækja 10,0% 13,0% 6,0%
Sérhæfðar fjárfestingar 4,0% 7,0% 2,0%
Samtals 100,0%
Þar af eignir í erlendum gjaldmiðli 0,0% 5,0% 0,0%
Blönduð leið
Markmið um eignasamsetningu Efri vikmök Neðri vikmörk
Innlán 4,0% 10,0% 0,0%
Ríkisskuldabréf 23,0% 26,0% 20,0%
Skuldabréf sveitarfélaga 2,0% 3,0% 1,0%
Skuldabréf lánastofnana 9,0% 11,0% 7,0%
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 1,5% 3,0% 0,0%
Skuldabréf fyrirtækja 5,5% 8,0% 3,0%
Innlend hlutabréf 14,0% 15,5% 12,5%
Erlend hlutabréf 37,5% 44,0% 34,0%
Sérhæfðar fjárfestingar 3,5% 7,5% 1,5%
Samtals 100,0%
Þar af eignir í erlendum gjaldmiðli 42,0% 47,0% 37,0%
Tilgreind séreign
Markmið um eignasamsetningu Efri vikmök Neðri vikmörk
Innlán 25,0% 30,0% 20,0%
Ríkisskuldabréf 25,0% 35,0% 15,0%
Skuldabréf lánastofnana 8,0% 12,0% 0,0%
Innlend hlutabréf 12,0% 15,0% 10,0%
Erlend hlutabréf 30,0% 35,0% 25,0%
Samtals 100,0%
Þar af eignir í erlendum gjaldmiðli 35,0% 40,0% 25,0%