Ávöxtun og skipting eignasafns

Hrein eign samtryggingardeildar, séreignadeildar og tilgreindrar séreignardeildar Birtu lífeyrissjóðs var samtals 491.394 milljónir króna í árslok 2020. Hrein nafnávöxtun eignasafnsins var 12,5% á árinu sem samsvarar 8,8% hreinni raunávöxtun.

Ávöxtun og skipting eignasafns samtryggingardeildar

Hrein eign samtryggingardeildar Birtu var 472.090 milljónir króna í árslok 2020. Hrein nafnávöxtun samtryggingardeildarinnar var 12,7% á árinu sem samsvarar 8,9% raunávöxtun.

Myndin sýnir vöxt eigna samtryggingardeildar á árinu 2020. Í upphafi árs stóðu eignir í 414.607 milljónum króna. Þá námu iðgjaldagreiðslur á árinu 2020 17.375 milljónum króna. Á móti var greiddur lífeyrir að fjárhæð 12.815 milljónum króna. Nettóinnflæði til deildarinnar nam því 4.560 milljónum króna á árinu. Þá námu hreinar fjárfestingartekjur yfir þetta tímabil 53.640 milljónum króna og rekstrarkostnaður 717 milljónum króna. Í árslok 2020 stóð hrein eign deildarinnar í 472.090 milljónum króna og hækkaði því á milli ára um 57.483 milljónir króna eða um 13,9%.

Vöxtur eigna og ávöxtun árið 2020

Ávöxtun samtryggingardeildar 2020

Hrein nafnávöxtun
12,7%
Hrein raunávöxtun
8,9%
Fjöldi virkra sjóðfélaga
16.104
Árið 2020

Hlutfall helstu eignaflokka í árslok 2020

Súluritið sýnir hlutfallslega skiptingu helstu eignaflokka samtryggingardeildar Birtu í árslok 2020. Hlutdeild verðbréfaeignar og innlána í erlendri mynt af heildareignum deildarinnar nam 34,5% í árslok 2020.

Nafn- og raunávöxtun helstu eignaflokka samtryggingardeildar Birtu 2020

Taflan sýnir nafn- og raunávöxtun helstu eignaflokka samtryggingardeildar á árinu 2020.

Nafnávöxtun Raunávöxtun
Skuldabréf með ábyrgð ríkissjóðs 7,3% 3,7%
Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 7,2% 3,6%
Skuldabréf lánastofnana 8,5% 5,0%
Skuldabréf fyrirtækja 5,5% 1,9%
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 6,2% 2,5%
Innlend hlutabréf 21,6% 17,5%
Erlend hlutabréf 23,7% 19,5%
Sérhæfðar fjárfestingar 5,1% 1,5%

Samanburður eignaflokka 2019 og 2020

Taflan sýnir hlutfallslega skiptingu helstu eignaflokka samtryggingardeildar Birtu og fjárhæðir þeirra, annars vegar í árslok 2020 og hins vegar í árslok 2019.

Í árslok 2020 Í árslok 2019
Hlutfallsleg skipting Í milljónum kr. Hlutfallsleg skipting Í milljónum kr.
Innlán 1,7% 8.031 2,0% 8.193
Ríkisskuldabréf 16,4% 77.071 19,3% 79.241
Skuldabréf sveitarfélaga 3,6% 16.873 4,2% 17.066
Skuldabréf lánastofnana 1,8% 8.583 2,2% 9.226
Skuldabréf fyrirtækja 6,2% 28.987 7,1% 29.202
Fasteignaveðtryggð skuldabréf 21,7% 101.893 19,9% 81.738
Innlend hlutabréf 13,7% 58.623 14,4% 53.582
Erlend hlutabréf 28,7% 140.574 25,2% 108.813
Sérhæfðar fjárfestingar 6,3% 29.493 5,8% 23.698
Þar af erlendar eignir 34,5% 162.194 32,9% 135.329

Helstu eignaflokkar innlendra skuldabréfa

Skífuritið sýnir hvernig skuldabréfaeign samtryggingardeildar Birtu skiptist í mismunandi eignaflokka í árslok 2020. Vægi eignaflokkana nam samtals 49,6% af eignasafninu. Þá var verðtryggingarhlutfall viðkomandi bréfa 80,5% í árslok 2020.

Ávöxtun og skipting eignsafns séreignadeildar

Hrein eign séreignadeildar var 17.742 milljónir króna í árslok 2020 og jókst um 1.280 milljónir króna frá fyrra ári. Þá námu lífeyrisgreiðslur deildarinnar 995.860 milljónum króna á árinu 2020.

Sjóðurinn býður upp á þrjár mismunandi sparnaðarleiðir í séreignadeild. Þær eru innlánsleið, skuldabréfaleið og blönduð leið. Í blönduðu leiðinni eru bæði skuldabréf og hlutabréf á meðan eignir skuldabréfaleiðarinnar eru nánast eingöngu skuldabréf auk lítils hluta innlána. Þá eru eignir innlánsleiðarinnar, eins og nafnið gefur til kynna, einungis innlán.

Nafn- og raunávöxtun leiðanna á árinu 2020 ásamt 5 og 10 ára meðaltali hreinnar raunávöxtunar má sjá á myndinni hér fyrir neðan.

Séreignadeild árið 2020

Ávöxtun og skipting eignasafns tilgreindrar séreignar

Hrein eign tilgreindrar séreignardeildar var 1.562 milljónir króna í árslok 2020 og jókst um 603 milljónir króna frá fyrra ári. Þá námu lífeyrisgreiðslur deildarinnar 29 milljónum króna á árinu 2020.

Að svo stöddu er einungis ein sparnaðarleið í boði fyrir tilgreinda séreigndeild en um er að ræða blandaða leið hlutabréfa og skuldabréfa. Þá er gert ráð fyrir því að sjóðfélagar tilgreindu séreignardeildarinnar eigi kost á því um mitt þetta ár að velja sömu sparnaðarleiðir og eru í boði fyrir sjóðfélaga hinnar hefðbundnu séreignadeildar Birtu.

Nafn- og raunávöxtun leiðarinnar á árinu 2020 ásamt 4 ára meðaltali hreinnar ávöxtunar má sjá á myndinni hér fyrir neðan.

Tilgreind séreign árið 2020