Ofangreindar forsendur og aðferðir við mat skuldbindinga eru í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 391/1998 um reikniforsendur við tryggingafræðilegar úttektir og þær reikniforsendur sem Félagi íslenskra tryggingastærðfræðinga var með sömu reglugerð falið að gefa út til nota við tryggingafræðilegar athuganir. Nýtt er heimild til fráviks frá staðalforsendum hvað varðar örorkulíkur fyrir karla 67% af grunni og fyrir konur 107%.
Eignir sjóðsins, sem bera fastar tekjur, eru að hluta núvirtar miðað við sömu ávöxtunarforsendu og skuldbindingar, þ.e. 3,5% umfram hækkun vísitölu neysluverðs til verðtryggingar. Óverðtryggðar eignir eru núvirtar miðað við 3,5% ávöxtun umfram verðbólgumarkmið Seðlabanka Íslands, sem var 2,5% þegar athugunin var gerð.
Þá eru eignir með breytilegar tekjur, skráðar á skipulegum markaði, metnar á því sem lægra er, markaðsverði í árslok eða meðaltali markaðsverðs síðustu þriggja mánaða ársins. Þau frávik, sem með þessu koma fram frá bókfærðu verði eignanna í ársreikningi, eru skráð sem endurmat eigna.
Útreikningar á endurmati eigna eru yfirfarnar af starfsmanni sjóðsins.