Kolefnishlutlaus starfsemi

Birta lífeyrissjóður tekur umhverfismál alvarlega og með aðgerðum í kolefnisjöfnun er sjóðurinn nú orðinn kolefnishlutlaus til næstu 35 ára.

Birta lífeyrissjóður er kolefnisjákvæður sjóður

Markmið loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna og samþykktra samninga á grundvelli hans er að stöðva loftslagsbreytingar og koma þannig í veg fyrir hættulega röskun loftslags af mannavöldum.

Birta hefur það að markmiði að vera kolefnishlutlaus lífeyrissjóður. Það gerist með því að binda meira af gróðurhúsalofttegundum en sem svarar til þess sem starfsemi sjóðsins losar.

Birta stuðlar að því að binda 750 tonn CO2 ígilda með því að gróðursetja 7.500 tré í Haukadal í samstarfi við Skógræktina. Þetta svarar til losunar gróðurhúsalofttegunda í skrifstofuhaldi Birtu í 35 ár. Sjóðurinn er því ekki einungis kolefnishlutlaus heldur beinlínis kolefnisjákvæður.

Kolefnisspor Birtu nær til losunar gróðurhúsalofttegunda við urðun úrgangs, notkunar á heitu og köldu vatni, raforku og eldsneytisnotkunar starfsmanna á vinnutíma, til og frá vinnu og til flugferða.

Styrkur losunar gróðurhúsalofttegunda er mældur árlega og upplýsingar færðar í vöktunarskjal sjóðsins.

Starfsfólk Birtu við gróðursetningu í Haukadal

Kolefnisbókhald

Birtu lífeyrissjóðs

2020 2019
Áhrif Umfang Þáttur kg CO2 ígilda kg CO2 ígilda
Bein 1 Akstur starfsmanna á vegum sjóðsins 389 937
Óbein 2 Raforka 601 674
Óbein 2 Heitt vatn 585 570
Óbein 3 Akstur starfsmanna til og frá vinnu 18.090 17.284
Óbein 3 Flug innanlands - -
Óbein 3 Flug erlendis 2.387 3.022
Óbein 3 Urðun úrgangs (almennur) 18 6
Óbein 3 Lífrænt efni til moltugerðar 97 28
Samtals22.167 Samtals21.346
kg/CO2 á starfsmann 797,4 kg/CO2 á starfsmann 889,4

Kolefnisbinding

Birtu lífeyrissjóðs

Kolviður 2019 Árleg losun frá Birtu kolefnisjöfnuð með gróðursetningu- fjöldi trjáa: 213
Binding 2018 Birta gróðursetti 2500 tré - tonn CO2- ígildi 250
2019 Birta gróðursetti 2500 tré - tonn CO2- ígildi 250
2020 Birta gróðursetur 2500 tré - tonn CO2- ígildi 250
Samtals963

Hlufallsleg losun

Árið 2020